Jökull Hjaltason 23/06/05

þriðjudagur, desember 05, 2006

Bloggsins

Jæja, nú eru ár og dagar síðan við skrifuðum síðast á þetta blessaða blogg hans Jökuls. Það má nú að stórum hluta kenna netleysi um það, en einnig bloggleti okkar. Síðan síðast höfum við farið tvisvar í sumarbústað og einu sinni til Akureyrar yfir helgi. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með Jökli í kringum afa hennar Völu. Honum fannst langafi sinn mjög spennandi og var alltaf að tékka á honum, hvort hann væri ekki örugglega á sínum stað, sýndi honum hluti og gerði trix til að vekja á sér athygli.

Ísak átti eins árs afmæli þann 28. nóvember. Við fórum að sjálfsögðu í afmælisveislu þar sem var heilmikið um eggjalausar kræsingar. Það þarf nú samt að elta Jökul út um allt því þrátt fyrir að hann sé ekki að troða í sig eggjum þá prílar hann upp á allt, reynir að toga í skottið á Skrámi eða stunda önnur áhættuatriði.

Mamma og pabbi Völu voru að koma heim frá Ástralíu á föstudaginn eftir að hafa verið þar í 80 daga nákvæmlega (Katla taldi). Jökull tók þeim fagnandi og var ekkert feiminn eða hissa enda er hann búinn að vera fylgjast með þeim í gegnum wecamið allan tímann.

Nú erum við í öða önn að plana jólavertíðina, hvar við eigum að vera hvenær o.s.frv. þannig að ef þið viljið hitta okkur eitthvað og taka ólsen eða dást að skreytingunum okkar þá pantiði bara tíma. Að lokum mynd af Jökli að pósa með afmælisdrengnum...