Jökull Hjaltason 23/06/05

laugardagur, október 28, 2006

Tveir jaxlar

Nú er Ísak í pössun hjá okkur á meðan foreldrar hans eru í brúðkaupi. Hann kom kl. 3 í dag og þeir frændur eru búnir að hafa það sprellfjörugt. Ísak eltir Jökul og hlær og svo öfugt. Svo detta þeir í að dunda sér hlið við hlið inn á milli. Alveg ótrúlega létt að vera með þá tvo því þeir skemmta hvor öðrum. Það er hins vegar alveg heilt fyrirtæki að koma þeim út úr dyrunum. Við Vala vorum alveg sveitt að tína allt til sem þurfti að fara með, skipta á og klæða þá. Þeir voru alveg í stuði og ekkert á því að fara í föt eða vesenast eitthvað. Algerir kálormar. Við fórum nefnilega í mat í Fannafoldina áðan, en Magna móðursystir Völu eldaði ofan í fjölmennt lið nánustu ættingja. Ísak var þarna að hitta fullt af nýju fólki en hélt sinni stóísku ró allan tíman og skipti ekki skapi. Þeir hámuðu í sig dýrindis fisk og ávexti í eftirmat. Núna eru þeir svo sofnaðir í sínu hvoru herberginu og vonandi pípa þeir ekkert í nótt.

Ísak er annars byrjaður hjá Kristjönu, sömu dagmömmu og Jökull er hjá. Það verður glæsilegt að hafa þá saman þar og örugglega skemmtilegt fyrir Ísak að hafa einhvern sem hann þekkir á meðan hann er að venjast nýjum stað. Jökull var voða góður við Ísak þegar hann kom í fyrsta skipti, klappaði honum mikið og gaf honum dót. Þegar hann svo kom í næsta skipti varð hann hins vegar aðeins að sýna að hann hefði nú komið þarna fyrst og ætti svæðið. Vildi ekkert að Kristjana sýndi Ísak of mikla athygli. Verður spennandi að fylgjast með þessum gaurum þarna saman.

Annars er það að frétta af Jökli að hann er að fá tvo jaxla. Fólk var farið að hafa orð á þvi að hann hlyti að vera fá fleiri tennur því hann slefaði svo mikið en við héldum nú ekki enda hefur hann slefað á við fjóra frá fæðingu. En svo þegar okkur datt loksins í hug að kíkja upp í hann til að vera alveg viss voru bara tveir gaurar að gægjast niður. Hann hefur ekkert kvartað undan þessu þannig að við vorum bara alveg grandalaus.

Það nýjasta er síðan að syngja. Jökli finnst voða gaman að syngja og dansa þessa dagana (ekki lengi fyrir Suzukinámið að hafa áhrif) og dregur "bambam" bókina oft fram og vill að maður syngi með honum. Hann kallar hana þetta því lagið bimbirimbirimbamm er í henni og það er uppáhalds ásamt höfuð, herðar, hné og tær. Hann kann að gera höfuð og tær en sleppir herðum og hnjám. Hann kann síðan andlitshreyfingar allar en kemst yfirleitt ekki lengra en augu því hann potar svo fast í þau að það er sárt!

Bless í bili, tvö ný orð eru "beia" og "ba" (bleyja og bað).

5 Comments:

At 5:02 e.h., Blogger Hrafnhildur said...

Snillingur!

 
At 10:56 f.h., Blogger Kleina said...

nú flýgur þetta áfram, eitthvað nýtt í hverri viku, rosa skemmtilegur tími.
Hlakka til að sjá ykkur eftir próf ... Vala þér er boðið í jólaföndur heima hjá mér eitt af eftirfarandi kvöldum 20,21 eða 22 des...
verður ákveðið síðar.

 
At 3:16 f.h., Blogger chenlili said...

2016-4-18 xiaobao
tory burch outlet
michael kors outlet
michael kors outlet
timberland boots
coach outlet online
air jordans
oakley outlet
michael kors
adidas shoes
kate spade
michael kors outlet
ray ban sunglasses
ray bans
nike air max
nike roshe runs
burberry outlet
louis vuitton bags
michael kors outlet
coach factorty outlet
nike roshe flyknit
cheap oakley sunglasses
toms outlet
north face outlet
jordan 3
nike running shoes
jordan 4
air jordan retro
louis vuitton
coach outlet online
kevin durant shoes 8
mont blanc pens
coach outlet
oakley vault

 
At 12:56 f.h., Anonymous Car a Mengatasi Kesemutan Terus Menerus said...

Thanks for the information, this is very useful. Allow me to share a health article here, which gods are beneficial to us. Thank you :)

Obat Bintitan Paling Ampuh
Cara Menghilangkan Abses Payudara
Obat Diabetes Herbal, Pengobatan Alami Diabetes
Pengobatan Alternatif untuk Syaraf Mata Rusak
Obat Liver Tradisional
Cara Mengobati Penyakit Tipes Super Ampuh

 
At 6:18 e.h., Blogger yanmaneee said...

calvin klein
balenciaga speed trainer
russell westbrook shoes
jordan shoes
air max 2017
hermes
supreme hoodie
yeezy boost
jordan shoes
supreme

 

Skrifa ummæli

<< Home