Jökull Hjaltason 23/06/05

þriðjudagur, október 10, 2006

Kaupmannahöfn og Jökull í pössun.

Á miðvikudaginn lagði ég eldsnemma af stað til Kaupmannahafnar á norrænu stoðtækjafræðingaráðstefnuna. Aðfaranótt þriðjudagsins varð Jökull veikur, Fékk hita og varð að vera heima. Þar sem ég var að fara út á miðvikudeginum var svo mikið að gera hjá mér að það var ekki séns að ég væri heima með hann. En Hjalti var því heima þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudaginn fór Jökull svo í pössun til Eirnýjar, Gæja og Kötlu. Hjalti fór svo bara einn heim og var aleinn í kotinu það kvöld. Hann fór svo með vélinni eldsnemma á fösudagsmorgun og var kominn til Köben um hádegi. Ég kláraði á ráðstefnunni um þrjú og þá fórum við að sjálfsögðu í búðir. Þrátt fyrir að ég hafði nú misst mig aðeins í HogM á miðvikudeginum. Við nutum svo bara helgarinnar út í ystu æsar. Fórum fínt út að borða, versluðum, röltum um og slöppuðum af. Á laugardeginum var svo árshátíð Stoðar. Show og matur. Rosalega gaman. Við fórum svo aftur heim á sunnudagskvöldinu. Við lentum hér rétt eftir miðnætti og því var það ekki í stöðunni að ná í Jökulinn okkar. Morguninn eftir var heldur engin miskun. Við drifum okkur bara í skóla og vinnu og Eirný fór með hann til dagmömmunar. Við sáum hann svo ekkert fyrr en klukkan hálf tvö þegar að við fórum með hann til háls- nef- og eyrnalæknis. Það voru miklir fagnaðarfundir. Jökull vissi ekki hvort hann ætti að faðma mig eða Hjalta, svo hann faðmaði okkur bara bæði. Svo kúrði hann bara í fanginu mínu og vinkaði dagmömmunni. Hann hefur svo verið svolítið skrýtinn síðan við komum, er greinilega enn svolítið óöruggur. Er svolítið óþekkur við okkur og vill fá mikla athygli. Hann fór að hágráta þegar hann fór í útifötin í morgun. Ég fer aldrei með hann til dagmömmunnar og hann vildi því bara vera hjá mér í von um að ég færi ekkert með hann, yrði bara heima að leika. En það jafnaði sig fljótt þegar hann var kominn á staðinn.

Hann var samt rosa ánægður í pössuninni. Var hjá Eirnýju og þeim fyrst. Svo sóttu Hrafnhildur og Maggi hann á föstudeginum og voru með hann fram að kvöldmat. Þá sótti Gæi hann (Eirný var í vinnuskemmtiferð) svo var hann bara í Barmahlíðinni fram á mánudag. Núna segir hann bara ,,katla, katla, katla" Svo ef ég spyr hann hvar Eirný sé þá segir hann bara ,,Gæi". Hann harðneitar ennþá að segja Hrafnhildur, Maggi eða Ísak. Þetta kemur allt saman. Hrafnhildur talmeinafræðingurinn fylgist vel með honum og segir okkur að hann sé alveg á réttu róli hvað málþroska varðar. Það er mjög heppilegt að hafa hana með þessa menntun því hjá lækninum kom í ljós að hann þarf að fara í röraaðgerð og láta taka nefkirtilinn. Hann hefur verið með vökva í eyrunum mjög lengi núna og Baldur heimilislæknir hefur fylgst mjög vel með þessu og nú var svo komið að hann vildi að e-ð yrði gert. HNE-læknirinn var alveg sammála og Jökull fer í aðgerðina á fimmtudaginn í næstu viku. Við erum smá kvíðin en erum samt alveg sátt við þetta. Hrafnhildur vildi meina að þetta væri nauðsynlegt til að hefta ekki málþroskann.

3 Comments:

At 10:34 f.h., Blogger Kleina said...

Ísold fékk rör, var einmitt ekki að heyra nóg í marga mánuði, hún tók 2-3 orð á dag í nokkrar vikur á eftir.
Annars máttu spyrja Hrafnhildi hvenær maður eigi að gera eitthvað í skrollandi rrri hjá börnum. Konurnar á leikskólanum ELSKA að heyra Ísold segja Hagrgrgrgrgri (harri) hún er svo mikill skrollari.

 
At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig gekk í röraðgerðinni?

Annars var ég að skoða allar haustmyndirnar. Rosalega eru þetta fallegar myndir - af ykkur öllum. Rosalega sætar myndir af ykkur foreldrunum, parinu... alveg ótrúlega. Svo eru þeir frændur svooo sætir í Nauthólsvík með eins húfur. Alveg óborganlega sætir!

Bestu kveðjur frá okkur öllum
Bryndís frænka

 
At 6:06 e.h., Blogger yanmaneee said...

christian louboutin outlet
hermes
a bathing ape
hermes birkin
jordan retro
chrome hearts online store
supreme clothing
golden goose mid star
yeezy shoes
yeezy

 

Skrifa ummæli

<< Home