Jökull Hjaltason 23/06/05

sunnudagur, október 22, 2006

Aðgerð og Zuzuki

Aðgerðin á fimmtudaginn var bara ekkert mál að mati foreldra. Jökull var svæfður og við fengum að vera hjá honum þá, svo fórum við út og biðum á biðstofunni í tíu mínútur. Svo var allt búið. Jökull tók þessu öllu mjög vel. Var alveg eins og hann átti að sér að vera klukkutíma eftir aðgerðina. Upphaflega átti hann að fá rör, en læknirinn ákvað að stinga bara á og taka nefkirtilinn og lét það nægja. Við erum voða ánægð með að sleppa við rörin. Ég var svo heima með Jökul á föstudeginum samkvæmt ráðleggingum frá lækninum. Hann var nú svo hress að það var nánast algjör óþarfi, en við nutum þess bæði alveg í tætlur.

Jökull lærði tvö ný orð í gær. Hann segir ,,gamma" fyrir ,,gaman" og ,,attilæi" fyrir ,, allt í lagi". Voða sætt í fyrstu fimmtíu skiptin.

Helgin hefur svo verið voða notaleg hjá okkur, ég er í raun búin að vera heima í fjóra daga og gæti alveg gert það oftar. Á föstudaginn fórum við í fjölskyldukvöldverðinn í Fiskakvísl eins og alla föstudaga. Á laugardaginn fórum við svo með Hrafnhildi og Ísak í Nauthólsvík í sólinni og svo elduðum við öll saman. Í dag fórum við svo í göngutúr og reyndum að vekja Fanneyju en tókst ekki. Svo komu Karen, Einar, Daníel Máni, Steina, Tóti og Ísold í kaffi til okkar. Það var voða fjör. Nema Jökull varð svolítið skotinn í Ísold og sýndi það með því að rífa allt dótið af henni sem hún var að leika sér með.

Jökull (og Hajlti) er byrjaður í Zuzuki tónlistarkennslu. Vanalega geta börn ekki byrjað fyrr en þau eru orðin 4 ára og Katla byrjaði í fyrra að læra á fiðlu. Eirný sendi okkur svo auglýsingu um Zuzuki nám fyrir börn 0-3 ára. Þannig að við skráðum bara piltinn. Þetta er akkúrat klukkan þrjú á miðvikudögum þegar Hjalti er hvort eð er búinn að sækja hann og er bara að finna upp á einhverju skemmtilegu fyrir þá að gera. Það er farið í alls konar tónlistarleiki og það var meira að segja leikið með bolta. Aumingja Jökull átti erfitt með að einbeita sér að einhverju öðru eftir að hann sá boltann. Hann fór meira að segja í smá fílu þegar hann fékk ekki að leika einn með hann.

Mamma og pabbi hafa það voða gott í Ástralíu og við tölum oft við þau gegnum msn með web cam. Við tölum við þau að morgni hér og þá er komið kvöld hjá þeim, eða að við tölum við þau að kvöldi hér og þá er kominn morgunn næsta dag hjá þeim. Jökull elskar að tala við þau og nú eru allar tölvur ,,amma".

Þá ætla ég bara að skella inn nýjum myndum.

6 Comments:

At 12:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Barnlaust fólk sefur vanalega lengur en til 10 á sunnudögum :) En það mun væntanlega breytast hjá mér á nýju ári og ég verð reddí í morgungöngur með ykkur alla morgna. Mikið hlakka ég til.

 
At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Einhvern veginn datt ég inn á síðuna ykkar einn daginn þegar ég var að vafra. Mjög gaman að fá að fylgjast með "í laumi" með lífi ykkar og sjá Jökull dafna og stækka sem og frænku hans Kötlu.
Varð bara að láta vita af mér, vona að ég sjái ykkur sem allra fyrst. Les alltaf síðuna frá andfætlingunum reglulega:)

 
At 10:58 f.h., Blogger Kleina said...

Já ég skil það vel, halldóra ísold er náttúrulega svo fallegt barn... hefur það frá mér auðvitað, Vala mín, þú mannst úr MH...
:)

 
At 3:04 f.h., Blogger chenlili said...

2016-4-18 xiaobao
michael kors outlet
pandora jewelry
michael kors handbags
coach outlet
coach factorty outlet
nfl jerseys
cheap oakley sunglasses
jordan 4 toro
abercrombie & fitch
mont blanc
cheap jerseys
michael kors outlet online
ray ban
kate spade handbags
michael kors handbags
true religion jeans
nike free run 2
michael kors purses
ralph lauren polo outlet
coach outlet
nike nfl jerseys
oakley sunglasses
louis vuitton outlet
oakley sunglasses
tiffany jewelry
tory burch outlet
michael kors outlet
michael kors outlet
timberland boots
coach outlet online
air jordans
oakley outlet
michael kors
adidas shoes
kate spade
michael kors outlet
ray ban sunglasses
ray bans
nike air max
nike roshe runs

 
At 7:05 f.h., Anonymous Cara Mengobati Paru-Paru Basah said...

Thank you very helpful article. allow me to join to share health articles with your article hopefully useful.

Pengobatan Penyakit Polip
Pengobatan Epilepsi Dengan Bahan Alami
Cara Mengobati Syaraf Kejepit
Cara Mengobati Rematik
Cara Mengobati Penyakit Trigliserida Tinggi
Pengobatan Berbagai Macam Luka Sampai Tuntas

 
At 6:14 e.h., Blogger yanmaneee said...

moncler
supreme hoodie
yeezy
chrome hearts store
yeezy wave runner 700
nike air max
jordan 12
kyrie 5 spongebob
nike air max 2017
curry 7

 

Skrifa ummæli

<< Home