Eins mánaðar gamall
Þá er Jökull orðinn eins mánaðar gamall. Okkur finnst hann líka vera orðinn ansi fullorðinn. Hann er aðeins farinn að brosa til okkar en gerir það nú ekki eftir pöntunum. En okkur finnst hann vera orðinn voða stór en hjúkrunarfræðingurinn sem kom á föstudaginn mældi hann 4450gr. Svo verður spennandi að sjá í 6 vikna skoðuninni hversu langur hann er orðinn.
Það er búið að vera svo gott veður að undanförnu að við höfum farið í marga göngutúra. Reyndar ekki langa enda Vala ennþá mjög blóðlítil. Hjúkrunarfræðingurinn mældi hana 89 í járni en maður á að vera 120. Þannig að nú er bara að bryðja járn og forðast auka álag (það að eiga barn reiknast ekki sem aukaálag).

Við fórum í tvö afmæli í gær. Fyrst til Heimis frænda Hjalta sem varð 13 ára. Þar fór Jökull í sitt fyrsta garðpartý enda ekki annað hægt en að sitja úti í veðurblíðunni. Svo var haldið í 25 ára afmæli Hlyns og Bjarkar. Hittum Guðna og Ásdísi, Bendt og svo náttúrulega Björk, Hlyn og fjölskyldu. Jökull svaf nú bara í gegnum það. Afmælisbörnin voru nú ekki þau einu sem fengu pakka því Jökull fékk pakka frá fjölskyldunni í Steinaselinu enda átti hann nú eiginlega afmæli líka, var orðinn mánaðar gamall.

Eftir svona viðburðaríkan dag í gær verður Vala að hvíla sig en við ætlum nú samt í matarboð í Fannafoldina í kvöld. Komnar fullt af nýjum myndum í vikunni.